Spons

Spons

Wednesday, September 14, 2011

Millimál...

Hæhæ, mig langaði að deila með ykkur einni millimáltíð sem mér finnst alveg svakalega góð. Þannig er að ég sker mér grænt epli í sneiðar og bita...


Síðan skelli ég hnetusmjöri frá Sollu  á 2 poppkex, sem lítur kannski ekkert alltof vel út en þetta er ekkert smá gott. Smá tilbreyting frá því að fá sér bara epli til dæmis.


Ég set líka hnetusmjör á 2 eplabita, til að hafa með. Svo fer þetta bara allt saman á einn disk með einu stóru vatnsglasi og ég borða þetta með bestu list. Mæli alveg eindregið með því að þið prófið þetta ef þið hafið ekki þegar gert það. Og svona lítur þetta út :


MMMmmmmmMMMMmMMM .... svo gott!

Í kvöld er ég svo að fara að panta mér skó fyrir mótið, sem er aðeins eftir tæpa 2 mánuði! SÆLL... og það er smá spenningur yfir því. Svo er bikinímátun 20.sept og vonandi fer það vel. Þetta er allt að smella saman hjá mér og vonandi fer árangurinn að láta ljós sitt skína :D

Hér er önnur betri mynd af sundbolnum sem ég verð í :

Svo fallegur :)

Jæja látum þetta gott heita, kem með mallamynd næst, er farin að lesa meira í yndislegu lögfræðinni minni og svo er það bara beint á æfingu. Later!

Kv. Tinna Sig

Saturday, September 10, 2011

Komin með sundbol

Loksins loksins er sundbolur kominn í hús fyrir IFBB mótið! Er ekkert smá ánægð með hann, smell passar alveg. Hann er líka ekkert smá fallegur. Hlakka ekkert smá mikið til í að vera í honum uppá sviði. Hún Kolbrún María var svo elskuleg að leigja mér sundbolinn sinn og hér er mynd af honum :


Það er þessi fjólublái :)

Þá er bara að taka sig ennþá meira í gegn og fara í bikinímælingar til Freydísar eftir mánaðarmót. Svo er það fitumæling á föstudaginn næsta :D er farin að Hlakka svo til að fara og sjá hvort að það sé ekki kominn eitthver munur núna og þegar ég fór síðast fyrir köttið! Talan þá var ekki alveg sú besta... en vonandi er talan í dag orðin mikið betri.
Í dag byrjar einnig Pósunámskeið hjá henni Unni uppí Sorthúsi og ég er að fara á mitt fyrsta pósunámskeið og það er svona smá stress í gangi en ég held að þetta verði bara algör snilld. Þið stelpur sem hafið ekki ennþá séð auglýsinguna og eruð að fara að keppa í módelfitnessinu endilega tékkið á þessu því ég held að þetta verði alveg æðislegt. Ég ætla að skella auglýsingunni hérna inn ;)


Hlakka til að sjá sem flestar niðrí Sporthúsi kl. 12 á eftir ;)

-Tinna Sig :*

Tuesday, August 30, 2011

The StairMaster

Jæja nú er maður komin heim af annarri æfingunni í dag og gekk bara svona líka vel. Var aðeins að þyngja mig í öllum æfingunum sem ég gerði sem er bara algör snilld. Svo skellti ég mér í 20 mínútur á stigavélina og ég held að ég svitni bara aldrei jafn mikið og þegar ég drullast á þessa blessuðu en elskulegu vél. Love it! Það þýðir heldur ekkert annað en að vera mega dugleg á stigavélinni og gera rassaæfingar í massavís ef maður ætlar að ná þessum árangri :


Haha gangi mér vel... En ég meina hver vill ekki vera með þennan rass ?? Ég bara spyr ;)

Eins og ég sagði ykkur líka hérna fyrir neðan þá keypti ég mér Cookies and Cream Synthu-6 prótein og þetta er í fyrsta skiptið sem ég prófa eitthvað annað en súkkulaði bragð, og ég get sko sagt ykkur það að þetta bragð er ekkert smá gott! Það er klárlega orðið nýja uppáhalds með Súkkulaði mint líka, það er algört æði. Þannig að ég hvet alla þá sem ekki þora að prófa eitthvað nýtt bragð að skipta yfir í eitthvað annað og taka sénsinn því það er alveg þess virði!

Núna þarf maður svo að fara að sökkva sér í lærdóminn þar sem að í lögfræðinni er ansi mikill lestur fyrir hvern dag, svo maður er á fullu að reyna að koma þessu saman með æfingum og standa sig eins og maður getur. En ég hlakka ekkert smá mikið til að vakna í fyrramálið, skella mér á æfingu og fá mér svo ljúfengt Weedabix með Cookies and Cream próteini útá... nammi namm!


Skelli þessari með þar sem mér finnst hún Flavia Delmonte ekkert smá flott! Gefur manni gott spark í rassinn ;) Góða nótt!

Kv. Tinna Sig

Monday, August 29, 2011

Perform.is Leiðangur...

Jæja nú var ég að koma heim úr Perform.is sem er með allt það sem maður þarf! Ég var orðin uppiskroppa með ýmsa hluti...
Mig langaði til að sýna ykkur mínar uppáhalds vörur frá Perform.is


Ég keypti mér nýjar bragðtegundir í þetta skipti. Ég ákvað að prófa Cookies and Cream Syntha-6 og það er ekkert smá gott. Hlakka líka ekkert smá mikið til að prófa það útá Weedabix í fyrramálið! 
Svo keypti ég mér líka Súkkulaði Mint Whey Prótein. Síðan er ég með CLA, Amino Energy sem er algört æði!

Svo vil ég líka vera með smá svona fyrir og eftir myndir þannig að ég smellti einni mynd af maganum á mér og ætla svo að koma með myndir á 2-4 vikna fresti... Svona aðeins til að peppa mann upp ;)



Þangað til næst... Tinna Sigurz :*

Sunday, August 28, 2011

Árangurinn að móti!

Ég hef ákveðið að gera blogg eins og margar aðrar sem eru að fara að taka þátt í Módel Fitness núna í nóvember. Ég held að þetta eigi eftir að hjálpa mér að ná betri árangri fram að móti og gefi manni svona smá sprak í rassinn. Ég ætla að setja inn myndir, uppskriftir, hvernig dagurinn minn fer fram þar sem ég er að byrja í Háskóla og er mjög spennt fyrir því, hvaða vörur ég nota og margt fleira sem mér dettur í hug.
Vonandi kemur þetta fleirum að notum eins og mér.

Kv. tinNA SIGurz :*